Friday, October 26, 2012

Lilja skreppur í H&M...

Föstudagar eru uppáhalds.

Þennan föstudaginn ákvað ég að byrja á að kíkja aðeins í H&M og skella mér svo í ræktina. Fátt betra!

Hér má sjá afrakstur H&M-ferðarinnar:


Skrautlegur íþróttatoppur.

Hvít kósýpeysa fyrir veturinn.

Svört síð skyrta. Lovit.
Er að hugsa um að nota hana strax í kvöld.
Keypti einn íþróttatopp í viðbót sem ég fann ekki mynd af á H&M síðunni.

Eigið ljúfan föstudag, elskurnar! xx

Love,
Lilja.

Thursday, October 25, 2012

Vikan sem leið...


Sæl, elskurnar.

Bloggátakið er ekki aaalveg að ganga best í heimi en það fer vonandi að skána. Í seinustu viku var haustfrí í skólanum sem var voðalega ljúft - náði samt ekki alveg að njóta þess í botn þar sem ég var að skila 50% skýrslu í fyrradag og var í mínu fyrsta prófi í mastersnáminu í gær (fyrsta munnlega prófið ever einnig). Bæði gekk samt glimrandi svo erfiðið var þess virði!

Ætla að lýsa seinustu viku í máli & myndum...

Fór í tívolíið með Katrínu, Sigrúnu, Bjarna, Ingunni o.fl.
Elska það - og þá sérstaklega nýju flugvélina! OMG!



Allt Halloween-skreytt...

... endalaust flott!

Séð út um strætógluggann á leiðinni í skólann.

Skýrslugerð í Latex & Classic fer vel saman.

Smá matarmynd - uppáhaldspróteinsjeikinn minn.
Súkkóprótein, sojamjólk, bláber, banani, hafrar & chia.
NAMM!

Lærdómsferð á Laundromat - huggulegt!

Falleg kirkja sem fangaði auga mitt, rétt hjá Laundro.

Nokkuð kósý föstudagskvöld.

Þessi langsætasti átti afmæli seinasta laugardag.
13 ára kappi, hvert fór tíminn?

Sætasta Hildur mín kom til Köben.
Fyrsti áfangastaður var að sjálfsögðu Baresso.

Hildur & family buðu mér í lambalæri og íslenskt nammi í eftirrétt.
Þvílíkur unaður...

Hildur kom með sendingu frá móður minni.
Mögulega sú besta af öllum!
Blanda af íslensku & bandarísku.

Skýrslan mín í prentun.
Bið að heilsa ykkur heima.

Sakna ykkar!

Love,
Lilja.

Monday, October 15, 2012

Myndablogg

Sælar, elskurnar.

Frá Baunalandi er allt yndislegt að frétta. Núna er haustfrí í skólanum og því verður samviskusamlega eytt með því að sameina lærdóm, ræktarferðir & menningarlegar afþreyingar. Ljúf vika í uppsiglingu.

Var að setja myndir inn í tölvuna og ætla að deila með ykkur nokkrum.

Samgöngukerfið hérna er yndislegt!
Skjáir sem sýna nákvæmlega hversu langt er í hvern strætó.
Ljúft kvöld - Jane by Design, te, epli & hnetusmjör.
Sé ekki eftir að hafa eytt 4 kg af farangursleyfi mínu í að burðast
með tryllitækið. Það er vel nýtt.
Þvottahúsið mitt er snilld. Fullt af glænýjum þvottavélum,
þurrkurum og meira að segja strauVÉL.
Basic kósý kvöldsnarl.
Ingunn & Sigrún skemmtu sér vel seinasta föstudag.
"Pubcrawl" á alla skólabarina, jájá, þeir eru nokkrir!
Tók þessa ágætu skinkumynd seinasta laugardag.
Enda á einni af Kolla, sæta brósanum mínum.
Miss you!
 Góða kvöldstund, xo.

Love,
Lilja.

Saturday, October 13, 2012

Haustið heillar

Sit hérna í lestinni minni á leiðinni á Strikið. Kíkja á kaffihús & aðeins í búðir, hvað er betra á laugardegi?

Tók þessa mynd á leiðinni gegnum skóginn heima áðan. Haustlitirnir eru fallegir hér í Baunalandi!


Góða helgi, elsku vinir!

Love,
Lilja.

Thursday, October 11, 2012

H&M-dress

Keypti þennan yndislega ferskjubleika kjól í H&M um daginn. Búin að nota hann einu sinni og bíð eftir tækifæri til að nota hann aftur.

Nýjasta uppáhaldssniðið mitt!

Love,
Lilja.
Smellti þessum í morgun áður en ég fór í skólann.
Alltaf gaman að máta föt þegar maður hefur tíma!

Wednesday, October 10, 2012

Morgunkósý í DK

Elsku vinir.

Ég er í einum kúrs sem er mögulega sá allra fjölmennasti í DTU. Þegar ég mætti í fyrsta tíma minnti það mig hálfpartinn á það þegar ég mætti í fyrsta tímann í Stærðfræðigreiningu IB í sal 1 í Háskólabíó - salurinn var það troðinn að fólk sat á gólfinu. Þannig var það líka í þessum kúrs, TEMO (technology, economics, management and organization). Til að koma til móts við nemendur þá ákváðu kennararnir að hafa life stream á fyrirlestrunum - núna hlakka ég alltaf til á miðvikudagsmorgnum að hafa quality-time hérna heima og horfa á fyrirlestra í ró og næði. Kósý að geta líka nýtt frímínútur í ýmislegt gagnlegt eins og til dæmis þvo þvott eða lita augabrúnir. Lúxus!

Horfa á TEMO fyrir þremur vikum - ljúft.


Fyrir ykkur heima þá ætla ég að láta fylgja nokkrar myndir af krúttlegu íbúðinni minni. Hún er að verða asskoti hugguleg.


Myndaveggurinn minn.


Skrifborð & vel valdar myndir.


Keypti þennan pretty spegil í IKEA um daginn;
góð redding að henda honum upp á stólinn/borðið.
Hafið það best, elskurnar!

Love,
Lilja.

Thursday, October 4, 2012

Ræktin í DK

Tók meðfylgjandi mynd þegar ég fór í ræktina áðan. Fyrst þegar ég mætti var ég nú viss um að ég væri á vitlausum stað en ... fyrir innan þessar dyr gerast hlutirnir!

Lilja & ca 20 hönk að lyfta.

Wednesday, October 3, 2012

Stúdent í strætó

Þessa mynd tók ég þegar ég beið eftir strætó í gær, þótti viðeigandi að sýna ykkur skýlið mitt og strætóinn, 150S, sem ég heimsæki daglega.

Bílstjórinn skammaðist aldeilis í mér að hafa næstum blindað sig, alveg biluð kona. Það sem ég legg á mig fyrir ykkur!

Monday, October 1, 2012

Meistaramánuður

Elsku þið.

Þegar ég flutti til Danmerkur fyrir rúmum mánuði síðan, nánar tiltekið 24. ágúst (trúi ekki að það sé komið svona langt síðan!) þá lofaði ég að vera dugleg að blogga. Lífið hérna er yndislegt, alltof skemmtilegt, og ég miklaði það fyrir mér að setjast niður og skrifa nokkur orð. Eftir því sem lengri tími leið þá varð það enn erfiðara.

Í dag gekk í garð hinn víðfrægi Meistaramánuður - hvað er þá annað í stöðunni en að setja sér það markmið að blogga meira?

Það þarf ekki að vera langur pistill, bara smá update fyrir ykkur sem viljið fylgjast með lífi mastersstúdents í Danmerkur.

Klukkan er rétt rúmlega 23 hér í Baunalandi og ég þarf að mæta í skólann snemma í fyrramálið. Segi þetta gott í bili en á næstu dögum mun ég smám saman segja ykkur frá ævintýrunum hingað til, ævintýrum hvers dags fyrir sig & jafnvel setja á blað fleiri markmið en einungis bloggið. Tannþráðsátak er þó hafið og gengur hreint út sagt glimrandi!

Bið að heilsa ykkur.

Love,
Lilja
Elsku besta Vallý mín kom í heimsókn 13. september.
Hér erum við í Fields - í mátunarklefanum í H&M og á Baresso.