Sæl, elskurnar.
Bloggátakið er ekki aaalveg að ganga best í heimi en það fer vonandi að skána. Í seinustu viku var haustfrí í skólanum sem var voðalega ljúft - náði samt ekki alveg að njóta þess í botn þar sem ég var að skila 50% skýrslu í fyrradag og var í mínu fyrsta prófi í mastersnáminu í gær (fyrsta munnlega prófið ever einnig). Bæði gekk samt glimrandi svo erfiðið var þess virði!
Ætla að lýsa seinustu viku í máli & myndum...
 |
Fór í tívolíið með Katrínu, Sigrúnu, Bjarna, Ingunni o.fl.
Elska það - og þá sérstaklega nýju flugvélina! OMG! |
|
 |
Allt Halloween-skreytt... |
 |
... endalaust flott! |
 |
Séð út um strætógluggann á leiðinni í skólann. |
 |
Skýrslugerð í Latex & Classic fer vel saman. |
 |
Smá matarmynd - uppáhaldspróteinsjeikinn minn.
Súkkóprótein, sojamjólk, bláber, banani, hafrar & chia.
NAMM! |
 |
Lærdómsferð á Laundromat - huggulegt! |
 |
Falleg kirkja sem fangaði auga mitt, rétt hjá Laundro. |
 |
Nokkuð kósý föstudagskvöld. |
 |
Þessi langsætasti átti afmæli seinasta laugardag.
13 ára kappi, hvert fór tíminn? |
 |
Sætasta Hildur mín kom til Köben.
Fyrsti áfangastaður var að sjálfsögðu Baresso. |
 |
Hildur & family buðu mér í lambalæri og íslenskt nammi í eftirrétt.
Þvílíkur unaður... |
 |
Hildur kom með sendingu frá móður minni.
Mögulega sú besta af öllum!
Blanda af íslensku & bandarísku. |
 |
Skýrslan mín í prentun. |
Bið að heilsa ykkur heima.
Sakna ykkar!
Love,
Lilja.
No comments:
Post a Comment