Ég er í einum kúrs sem er mögulega sá allra fjölmennasti í DTU. Þegar ég mætti í fyrsta tíma minnti það mig hálfpartinn á það þegar ég mætti í fyrsta tímann í Stærðfræðigreiningu IB í sal 1 í Háskólabíó - salurinn var það troðinn að fólk sat á gólfinu. Þannig var það líka í þessum kúrs, TEMO (technology, economics, management and organization). Til að koma til móts við nemendur þá ákváðu kennararnir að hafa life stream á fyrirlestrunum - núna hlakka ég alltaf til á miðvikudagsmorgnum að hafa quality-time hérna heima og horfa á fyrirlestra í ró og næði. Kósý að geta líka nýtt frímínútur í ýmislegt gagnlegt eins og til dæmis þvo þvott eða lita augabrúnir. Lúxus!
Horfa á TEMO fyrir þremur vikum - ljúft. |
Myndaveggurinn minn. |
Skrifborð & vel valdar myndir. |
Hafið það best, elskurnar!
Love,
Lilja.
dásamlegt blogg dásemdin mín
ReplyDelete