Þegar ég flutti til Danmerkur fyrir rúmum mánuði síðan, nánar tiltekið 24. ágúst (trúi ekki að það sé komið svona langt síðan!) þá lofaði ég að vera dugleg að blogga. Lífið hérna er yndislegt, alltof skemmtilegt, og ég miklaði það fyrir mér að setjast niður og skrifa nokkur orð. Eftir því sem lengri tími leið þá varð það enn erfiðara.
Í dag gekk í garð hinn víðfrægi Meistaramánuður - hvað er þá annað í stöðunni en að setja sér það markmið að blogga meira?
Það þarf ekki að vera langur pistill, bara smá update fyrir ykkur sem viljið fylgjast með lífi mastersstúdents í Danmerkur.
Klukkan er rétt rúmlega 23 hér í Baunalandi og ég þarf að mæta í skólann snemma í fyrramálið. Segi þetta gott í bili en á næstu dögum mun ég smám saman segja ykkur frá ævintýrunum hingað til, ævintýrum hvers dags fyrir sig & jafnvel setja á blað fleiri markmið en einungis bloggið. Tannþráðsátak er þó hafið og gengur hreint út sagt glimrandi!
Bið að heilsa ykkur.
Love,
Lilja
Elsku besta Vallý mín kom í heimsókn 13. september. Hér erum við í Fields - í mátunarklefanum í H&M og á Baresso. |
Jei! Alltaf gaman að lesa blogg. Hlakka til að lesa fleiri! :)
ReplyDelete- Sigrún
Vel gert meistari, eg held ég verði líka að setja mér tannþráðsmarkmið svona í meiastarmánuðinum (aðalmarkmiðið mitt er samt að eiga afmæli í þessum mánuði.. vona það muni ganga eins og í sögu)
ReplyDeleteHlakka til að lesa bráðlega aftur. Lovju :*