Thursday, June 28, 2012

Morgunstund gefur gull í mund

Ég elska ekkert meira en að taka daginn snemma. Ein sem vinnur með mér spurði mig um daginn hvort mér þætti vont að sofa. Ég hló að því en það er nú kannski ekkert skrýtið að hún skuli hafa spurt.

Þar sem ég vinn vaktavinnu þá mæti ég ýmist í vinnuna kl 6:30 eða 14:30. Núna eru til dæmis tveir tímar í að ég eigi að mæta í vinnuna samt vaknaði ég kl 7, fór aðeins í ræktina, ákvað að slást í för með Höllu Karen hlaupahópsstjórnendanum mínum og fleirum upp Úlfarsfellið kl 8.10, naut þess í botn, skellti mér í sund, kom heim og borðaði brunch úti á bikiníinu, er búin að lesa í bókinni minni og núna er ég að skrifa þennan pistil og glugga í blöðin í leiðinni.

Sólardagarnir eru yndislegir & gera það svo auðvelt að vakna.

Mæli með því við alla að venja sig á það að taka daginn snemma & njóta - maður áorkar svo miklu!

Eigið yndislegan dag.

xxx
Lilja

Þessi var tekin rétt fyrir klukkan níu í morgun.
Reykjavík í bakgrunninn - yndisleg!

1 comment:

  1. Hæ Lilja,
    Gaman að lesa bloggið þið, þú verður að gera einhvern tímann f. mig svona shake ;)
    Sjáumst fljótlega,
    Ísleifur

    ReplyDelete