Þar sem ég vinn vaktavinnu þá mæti ég ýmist í vinnuna kl 6:30 eða 14:30. Núna eru til dæmis tveir tímar í að ég eigi að mæta í vinnuna samt vaknaði ég kl 7, fór aðeins í ræktina, ákvað að slást í för með Höllu Karen hlaupahópsstjórnendanum mínum og fleirum upp Úlfarsfellið kl 8.10, naut þess í botn, skellti mér í sund, kom heim og borðaði brunch úti á bikiníinu, er búin að lesa í bókinni minni og núna er ég að skrifa þennan pistil og glugga í blöðin í leiðinni.
Sólardagarnir eru yndislegir & gera það svo auðvelt að vakna.
Mæli með því við alla að venja sig á það að taka daginn snemma & njóta - maður áorkar svo miklu!
Eigið yndislegan dag.
xxx
Lilja
Þessi var tekin rétt fyrir klukkan níu í morgun.
Reykjavík í bakgrunninn - yndisleg!
Reykjavík í bakgrunninn - yndisleg!