Tuesday, January 29, 2013

Frí & fallegur morgunverður

Sælar elskurnar.

Þá er ég komin aftur út til Danmerkur, búin að klára þriggja vikna kúrs og þar með bæta fimm einingum við mastersnámið mitt. Þessar þrjár vikur voru ansi busy en liðu þar af leiðandi ansi hratt. Við skiluðum inn lokaverkefni aðfaranótt seinasta föstudags og þar með var komið frí aftur, ný önn byrjar svo næsta mánudag.

Fríið er mest lítið planað - bara njóta & slaka á, kíkja á Starbucks í Fields og svo kemur elskuleg Hildur mín á fimmtudaginn.

Þeir sem þekkja mig vita að mér þykir fátt betra en að byrja daginn á góðri æfingu og koma heim og útbúa fallegan morgunverð. Á meðan á þriggja vikna kúrsinum stóð var ég komin upp á lag með það að vakna 6.45 og fara á æfingu fyrir skóla. Þar sem ég fór svo beint í skólann þurfti ég að borða morgunmatinn minn úr IKEA-plastdöllum, mér þótti það bara ekki nógu skemmtilegt! Því nýt ég þess í botn núna að gera morgunkaffið eins fallegt og völ er á.

Ætla að láta fylgja með nokkrar myndir undanfarinna daga...


... það verður seint sagt að ég hati bleikan ...
... þessa tók ég núna rétt áðan:
próteinsjeik
kotasæla+banani+kanill
kaffi í nýja múmínbollanum mínum

Eigið yndislegan dag!

Love,
Lilja xxx

No comments:

Post a Comment