Saturday, April 6, 2013

Páskafri á Íslandi & ný snilld

Sælar elskurnar.

Um páskana fór ég heim til Íslands í tvær vikur. Þessar tvær vikur voru þær allra huggulegustu, eyddi mestum tíma með fjölskyldunni, vinkonum mínum og sundferðirnar voru tvær á dag nær alla daga - enda veðrið yndislegt.

Litli brósi fermdist á Pálmasunnudag. Yndislegur dagur, ljúft veður & gaman að hitta ættingja.

Við systkinin með prestunum, Ragnheiði & Skírni.
Ég kom tilbaka endurnærð á miðvikudaginn seinasta, ótrúlega spennt að koma í nýju, fínu íbúðina mína.

Verð að deila með ykkur nýrri snilld sem ég var að uppgötva og keypti á Íslandi. Lífrænar kókosflögur ristaðar upp úr hrásykri.  NAMM! Skellti þessu út í hafragrautinn minn áðan.

Hafragrautur dagsins:

Hafragrautur sem ég lét standa í ísskáp yfir nótt
Kotasæla
Vínber
Banani
Kanill
Hrásykurs-kókosflögur

Sólin skein þegar ég var mætt út klukkan níu í morgun.
Hafragrauturinn, kaffið & snilldin!


Eigið yndislega helgi!

Love,
Lilja

Tuesday, January 29, 2013

Frí & fallegur morgunverður

Sælar elskurnar.

Þá er ég komin aftur út til Danmerkur, búin að klára þriggja vikna kúrs og þar með bæta fimm einingum við mastersnámið mitt. Þessar þrjár vikur voru ansi busy en liðu þar af leiðandi ansi hratt. Við skiluðum inn lokaverkefni aðfaranótt seinasta föstudags og þar með var komið frí aftur, ný önn byrjar svo næsta mánudag.

Fríið er mest lítið planað - bara njóta & slaka á, kíkja á Starbucks í Fields og svo kemur elskuleg Hildur mín á fimmtudaginn.

Þeir sem þekkja mig vita að mér þykir fátt betra en að byrja daginn á góðri æfingu og koma heim og útbúa fallegan morgunverð. Á meðan á þriggja vikna kúrsinum stóð var ég komin upp á lag með það að vakna 6.45 og fara á æfingu fyrir skóla. Þar sem ég fór svo beint í skólann þurfti ég að borða morgunmatinn minn úr IKEA-plastdöllum, mér þótti það bara ekki nógu skemmtilegt! Því nýt ég þess í botn núna að gera morgunkaffið eins fallegt og völ er á.

Ætla að láta fylgja með nokkrar myndir undanfarinna daga...


... það verður seint sagt að ég hati bleikan ...
... þessa tók ég núna rétt áðan:
próteinsjeik
kotasæla+banani+kanill
kaffi í nýja múmínbollanum mínum

Eigið yndislegan dag!

Love,
Lilja xxx

Monday, December 10, 2012

Ísland, ég kem fljótt...

Elsku vinir.

Ég afsaka innilega bloggleysi undanfarnar vikurnar!

Þeir sem hafa fylgst með mér á facebook & instagram undanfarna daga eiga ekki erfitt með að sjá að það styttist í að ég komist heim til Íslands í jólafrí. Fjórir dagar, elsku börn! Spennan fer stigmagnandi og ég mun eflaust ekki vera samræðuhæf daginn fyrir brottför.

Dagarnir fram að heimför hafa verið skipulagðir í þaula sem lætur þá líða enn hraðar.

Það er ýmislegt sem ég hlakka til að gera þegar ég kem heim en það eru nokkrir hlutir efst á lista...

... að hitta fjölskyldu & vini...
... að komast í sund í bestu Lágafellslaugina mína...


... komast á fallega heimilið mitt & keyra bílinn minn...
... knúsa & spjalla við litlu (stóru) Emilíönu mína...
... fá mér kaffibolla úr uppáhaldskaffivélinni minni...
... eiga kósýkvöld (ft.) með þessari...
... fá ó svo mikið af íslensku góðgæti...

... jólast með fallegu fjölskyldunni minni...
... & svo margt meira!

Hlakka til að sjá ykkur á Íslandi, elsku þið - nú er það smá pepp fyrir fyrsta prófið á morgun.

Love,
Lilja


Friday, October 26, 2012

Lilja skreppur í H&M...

Föstudagar eru uppáhalds.

Þennan föstudaginn ákvað ég að byrja á að kíkja aðeins í H&M og skella mér svo í ræktina. Fátt betra!

Hér má sjá afrakstur H&M-ferðarinnar:


Skrautlegur íþróttatoppur.

Hvít kósýpeysa fyrir veturinn.

Svört síð skyrta. Lovit.
Er að hugsa um að nota hana strax í kvöld.
Keypti einn íþróttatopp í viðbót sem ég fann ekki mynd af á H&M síðunni.

Eigið ljúfan föstudag, elskurnar! xx

Love,
Lilja.

Thursday, October 25, 2012

Vikan sem leið...


Sæl, elskurnar.

Bloggátakið er ekki aaalveg að ganga best í heimi en það fer vonandi að skána. Í seinustu viku var haustfrí í skólanum sem var voðalega ljúft - náði samt ekki alveg að njóta þess í botn þar sem ég var að skila 50% skýrslu í fyrradag og var í mínu fyrsta prófi í mastersnáminu í gær (fyrsta munnlega prófið ever einnig). Bæði gekk samt glimrandi svo erfiðið var þess virði!

Ætla að lýsa seinustu viku í máli & myndum...

Fór í tívolíið með Katrínu, Sigrúnu, Bjarna, Ingunni o.fl.
Elska það - og þá sérstaklega nýju flugvélina! OMG!



Allt Halloween-skreytt...

... endalaust flott!

Séð út um strætógluggann á leiðinni í skólann.

Skýrslugerð í Latex & Classic fer vel saman.

Smá matarmynd - uppáhaldspróteinsjeikinn minn.
Súkkóprótein, sojamjólk, bláber, banani, hafrar & chia.
NAMM!

Lærdómsferð á Laundromat - huggulegt!

Falleg kirkja sem fangaði auga mitt, rétt hjá Laundro.

Nokkuð kósý föstudagskvöld.

Þessi langsætasti átti afmæli seinasta laugardag.
13 ára kappi, hvert fór tíminn?

Sætasta Hildur mín kom til Köben.
Fyrsti áfangastaður var að sjálfsögðu Baresso.

Hildur & family buðu mér í lambalæri og íslenskt nammi í eftirrétt.
Þvílíkur unaður...

Hildur kom með sendingu frá móður minni.
Mögulega sú besta af öllum!
Blanda af íslensku & bandarísku.

Skýrslan mín í prentun.
Bið að heilsa ykkur heima.

Sakna ykkar!

Love,
Lilja.

Monday, October 15, 2012

Myndablogg

Sælar, elskurnar.

Frá Baunalandi er allt yndislegt að frétta. Núna er haustfrí í skólanum og því verður samviskusamlega eytt með því að sameina lærdóm, ræktarferðir & menningarlegar afþreyingar. Ljúf vika í uppsiglingu.

Var að setja myndir inn í tölvuna og ætla að deila með ykkur nokkrum.

Samgöngukerfið hérna er yndislegt!
Skjáir sem sýna nákvæmlega hversu langt er í hvern strætó.
Ljúft kvöld - Jane by Design, te, epli & hnetusmjör.
Sé ekki eftir að hafa eytt 4 kg af farangursleyfi mínu í að burðast
með tryllitækið. Það er vel nýtt.
Þvottahúsið mitt er snilld. Fullt af glænýjum þvottavélum,
þurrkurum og meira að segja strauVÉL.
Basic kósý kvöldsnarl.
Ingunn & Sigrún skemmtu sér vel seinasta föstudag.
"Pubcrawl" á alla skólabarina, jájá, þeir eru nokkrir!
Tók þessa ágætu skinkumynd seinasta laugardag.
Enda á einni af Kolla, sæta brósanum mínum.
Miss you!
 Góða kvöldstund, xo.

Love,
Lilja.

Saturday, October 13, 2012

Haustið heillar

Sit hérna í lestinni minni á leiðinni á Strikið. Kíkja á kaffihús & aðeins í búðir, hvað er betra á laugardegi?

Tók þessa mynd á leiðinni gegnum skóginn heima áðan. Haustlitirnir eru fallegir hér í Baunalandi!


Góða helgi, elsku vinir!

Love,
Lilja.