Um páskana fór ég heim til Íslands í tvær vikur. Þessar tvær vikur voru þær allra huggulegustu, eyddi mestum tíma með fjölskyldunni, vinkonum mínum og sundferðirnar voru tvær á dag nær alla daga - enda veðrið yndislegt.
Litli brósi fermdist á Pálmasunnudag. Yndislegur dagur, ljúft veður & gaman að hitta ættingja.
Við systkinin með prestunum, Ragnheiði & Skírni. |
Ég kom tilbaka endurnærð á miðvikudaginn seinasta, ótrúlega spennt að koma í nýju, fínu íbúðina mína.
Verð að deila með ykkur nýrri snilld sem ég var að uppgötva og keypti á Íslandi. Lífrænar kókosflögur ristaðar upp úr hrásykri. NAMM! Skellti þessu út í hafragrautinn minn áðan.
Hafragrautur dagsins:
Hafragrautur sem ég lét standa í ísskáp yfir nótt
Kotasæla
Vínber
Banani
Kanill
Hrásykurs-kókosflögur
Sólin skein þegar ég var mætt út klukkan níu í morgun. |
Hafragrauturinn, kaffið & snilldin! |
Eigið yndislega helgi!
Love,
Lilja