Thursday, October 25, 2012

Vikan sem leið...


Sæl, elskurnar.

Bloggátakið er ekki aaalveg að ganga best í heimi en það fer vonandi að skána. Í seinustu viku var haustfrí í skólanum sem var voðalega ljúft - náði samt ekki alveg að njóta þess í botn þar sem ég var að skila 50% skýrslu í fyrradag og var í mínu fyrsta prófi í mastersnáminu í gær (fyrsta munnlega prófið ever einnig). Bæði gekk samt glimrandi svo erfiðið var þess virði!

Ætla að lýsa seinustu viku í máli & myndum...

Fór í tívolíið með Katrínu, Sigrúnu, Bjarna, Ingunni o.fl.
Elska það - og þá sérstaklega nýju flugvélina! OMG!



Allt Halloween-skreytt...

... endalaust flott!

Séð út um strætógluggann á leiðinni í skólann.

Skýrslugerð í Latex & Classic fer vel saman.

Smá matarmynd - uppáhaldspróteinsjeikinn minn.
Súkkóprótein, sojamjólk, bláber, banani, hafrar & chia.
NAMM!

Lærdómsferð á Laundromat - huggulegt!

Falleg kirkja sem fangaði auga mitt, rétt hjá Laundro.

Nokkuð kósý föstudagskvöld.

Þessi langsætasti átti afmæli seinasta laugardag.
13 ára kappi, hvert fór tíminn?

Sætasta Hildur mín kom til Köben.
Fyrsti áfangastaður var að sjálfsögðu Baresso.

Hildur & family buðu mér í lambalæri og íslenskt nammi í eftirrétt.
Þvílíkur unaður...

Hildur kom með sendingu frá móður minni.
Mögulega sú besta af öllum!
Blanda af íslensku & bandarísku.

Skýrslan mín í prentun.
Bið að heilsa ykkur heima.

Sakna ykkar!

Love,
Lilja.

No comments:

Post a Comment