Elsku vinir.
Ég afsaka innilega bloggleysi undanfarnar vikurnar!
Þeir sem hafa fylgst með mér á facebook & instagram undanfarna daga eiga ekki erfitt með að sjá að það styttist í að ég komist heim til Íslands í jólafrí. Fjórir dagar, elsku börn! Spennan fer stigmagnandi og ég mun eflaust ekki vera samræðuhæf daginn fyrir brottför.
Dagarnir fram að heimför hafa verið skipulagðir í þaula sem lætur þá líða enn hraðar.
Það er ýmislegt sem ég hlakka til að gera þegar ég kem heim en það eru nokkrir hlutir efst á lista...
|
... að hitta fjölskyldu & vini... |
|
... að komast í sund í bestu Lágafellslaugina mína... |
|
|
|
|
... komast á fallega heimilið mitt & keyra bílinn minn... |
|
... knúsa & spjalla við litlu (stóru) Emilíönu mína... |
|
... fá mér kaffibolla úr uppáhaldskaffivélinni minni... |
|
... eiga kósýkvöld (ft.) með þessari... |
|
... fá ó svo mikið af íslensku góðgæti... |
|
... jólast með fallegu fjölskyldunni minni... |
... & svo margt meira!
Hlakka til að sjá ykkur á Íslandi, elsku þið - nú er það smá pepp fyrir fyrsta prófið á morgun.
Love,
Lilja